Acerca de

Setjum daginn þinn á dagatalið
Ertu tilbúin að losa þig við allt stressið sem kemur að því að hanna boðskort?
Ef þú ert að fíla allt sem þú ert búin að lesa hingað til þá er ekkert annað að gera en að bóka daginn þinn.
Næsta skrefið er að bóka hitting í eigin persónu eða í gegnum netið. Í hittingnum okkar getur þú spurt mig allar þær spurningar sem þú ert með og fengið tilfinningu fyrir því hvernig samstarfið mun líta út og jafnvel skoðað nokkur sýnishorn, það er þó engin pressa að halda í bókuninna. Markmiðið er að þér líði vel með það að bóka mig og sért spennt til þess að vinna saman, þess vegna mæli ég alltaf með að hittast fyrst.
Ég er spennt að skoða með þér fallegan pappír, glæsilega hönnun og smáatiði eins og vax innsigli og fleirra og hjálpa þér að skapa boðskort drauma þinna. Ég get þó bara tekið að mér takmarkað magn af kúnnum á ári svo ég mæli alltaf með að bóka tímanlega svo þú verðir ekki fyrir vonbrigðum.