top of page
  • Writer's pictureAlina Vilhjalmsdottir

5 ástæður fyrir því að þú ættir að senda þakkarkort!01. Það er kurteisi

Já, ég veit að það virðist stundum sem mannasiðir eru í útrýmingarhættu og emoji getur alveg tjáð einlægni. En til að lýsa þakklæti á réttan hátt þarf smá fyrirhöfn. Þakkar kortin þín ættu að endurheimta brosið, handabandið eða faðmlagið sem þú myndir gefa móttakandanum í eigin persónu og bjóða upp á það í formi sem hægt er að lesa aftur og aftur. Almennileg þakkarskilaboð hafa fimm sérstök einkenni, þau eru: einlæg, sértæk, hvetjandi, nákvæm og persónuleg.

02. Þakklæti er gott fyrir heilann

Samkvæmt læknum og rannsóknum sem hafa verið gerðar á þakklæti ýtir þakklæti undir betri líðan. Niðurstöðurnar benda til þess að jafnvel mánuðum eftir einfalt, stutt þakklætisskrifunarverkefni séu gáfur fólks enn búnar til að taka við meira þakklæti. Afleiðingin er sú að þakklætisverkefni virka, að minnsta kosti að hluta, vegna þess að þau hafa sjálfsperlandi eðli: Því meira sem þú iðkar þakklæti, því betur sem þú ert stilltur á það, því meira getur þú notið sálræns ávinnings. Þessi sálfræðilegi ávinningur felur í sér betri líðan og minnkar þunglyndi.


03. Handskrifuð bréf hafa mjög mikilvægan þátt í menningu okkar.

Þau hafa verið ákjósanleg samskiptaaðferð í aldaraðir og sumir segja að það sé í eðli okkar að tjá okkur best án tækni aðstoðar. Þegar þú skrifar á blað er ekkert sem er að reyna að ná athygli þinni og ekkert sem hindrar þig frá því að leita djúpt innra með þér og finna nákvæmlega hvað þér finnst og hvað það er sem þú vilt segja. Það er enginn vélrænn búnaður til að virka sem hindrun. Fólk kann einnig að meta bréf mun meira, því þú settir í það ásetningu og tíma sem er eitthvað sem fólk kann að meta að þú skildir hafa verið tilbúin að gefa frá þér.

04. Það er minnistætt

Hvort sem það er til að þakka ömmu þinni fyrir gjöfina eða sem aðferð til að byggja upp samband við vini sem búa erlendis, með því að senda þakkarkort hjálpar það þér að skera þig út meðal hinna. Handskrifuð þakkarkort eru svo fátíð á okkar stafrænu öld að þegar maður fær það inn um lúguna þá ger einskonar yfirlýsing. Það er ekki spurning um að reyna að vera í uppáhaldi hjá ömmu (þó það væri ágætis bónus!) En með því að senda handskrifað þakkarkort segir þú við hina manneskjuna að þú kannt svo sannarlega að meta hana.

05. Þú getur notað sniðmát til að hjálpa þér að skrifa

Það er engin afsökun að senda ekki kort því þú veist ekkert hvað á að vera í því, vegna þess að það er fullt af sniðmátum þarna úti á ensku sem þú getur þýtt og aðlagað að þér. Það er alls ekkert minna persónulegt ef það er ekki algjörlega samið af þér svo lengi sem það sendir skilaboðin sem þér langar að segja og tjáir þakklætið sem kemur úr hjarta þínu. Ekki láta það hindra þig heldur ef þú náðir ekki að senda þakkar kortin strax eftir brúðkupsdaginn, fólk mun meta það hvenær sem það berst til þeirra.Comments


bottom of page