top of page
  • Writer's pictureAlina Vilhjalmsdottir

Ættir þú að senda taktu daginn frá kort?Það er stór spurninginn er það ekki? hvort þú ættir að spara peninginn og sleppa því að senda taktu daginn frá kort eða ekki. En ástæðan fyrir sköpun þessa korts er mjög góð, því ef þú ert að spá í að gifta þig að sumri til eða á hátíðardegi eins og verslunarmanna helginni þá er það einmitt líka dagar sem margir plana frí og kaupa miða út. Til að fyrirbyggja vonbrigði að þinni hálfu og gestanna þá myndi hiklaust mæla með að taka taktu daginn frá kort og senda það með góðum fyrirvara. Það er svo ómetanlegt að geta haft fólkið sitt með sér á stóra deginum og ekkert leiðinlegra að geta það ekki bara því maður sendi ekki út kort nógu snemma. Ef maður spáir í því þannig þá eru þessi kort í raun ómetanleg því þau gera manni kleyft að vera viss um það að allt mikilvæga fólkið manns komist og geti verið með í því að fagna með manni á þessu merkilega degi. Einnig er þetta svo skemmtileg leið til að fá fólk til að vera spennt með manni fyrr og gefur fleirri kosti til að gleðja og veita tilhlökkun.Ef þú trúit mér ekki þá er hér smá brot út texta frá einni brúði sem sá svo alls ekki eftir því að hafa sent ógleymanleg kort: Viðbrögðin frá gestunum okkar létu heldur ekki á sér standa - strax daginn eftir að við dreifðum þeim barst okkur fjöldi skilaboða þar sem fólk sagði okkur að það hefði verið einstök upplifun að opna kortið og það hefði sett tóninn fyrir þriggja daga brúðkaupshátíðina sem koma skyldi. Sumir töluðu meira að segja um að boðskortið hefði fært þeim minningar frá þeirra eigin brúðkaupi og brúðkaupsundirbúningi. Það er ómetanleg tilfinning að koma inn á heimili ættingja og vina og sjá þar boðskortin okkar enn, mörgum mánuðum eftir að þau voru send út, sum jafnvel innrömmuð - Guðrún

Comments


bottom of page