top of page
  • Writer's pictureAlina Vilhjalmsdottir

Afhverju er boðskort ekki nóg?Þú vilt örugglega ekki fara að senda hverju og einum heila ritgerð á A4 blaði sem boðskort er það? 🙈Gott er að vera með boðskort í A5 eða minna, það þýðir að leturstærðin getur bara verið ákveðið lítil þangað til hún hættir að vera læsileg. Einnig þarf maður að passa bilið á milli stafa og setninga sé nógu mikil svo allt kelssist ekki saman. Það ætti að vera ánægjulegt að lesa það og fallegt að horfa á. Svo þarf líka að vera pláss fyrir smá persónulegt "touch". Það með sagt er fullt af hlutum sem maður vill koma til skila til boðsgesta, eins og hvernig það á að svara boðinu, val um mat, upplýsingar um gjafir, börn og margt fleirra. Þetta er ástæðan fyrir því að ég mæli alltaf með að taka aukakort og svarkort.Svarkort

Í svarkortið er hægt að gefa fólki upplýsingar um hvernig er hægt að svara boðinu í email eða síma. Einnig er frábær hugmynd að setja saman brúðkaupsvefsíðu, því á henni er hægt að setja óendanlegt magn af upplýsingum. Til að nefna upplýsingar um gistingu ef veisla er útá landi, hvar er best að leggja, besta leið til að keyra, börn, matarræði og fullt fleirra.Aukakort

Aukakortið er geggjað til að setja inn upplýsingarnar sem hefði annars farið á vefsíðuna ef þú kýst að hafa hana ekki eða ert ekki það tækni hæf. Algengast er að setja inn upplýsingar um gjafir, börn eða ekki og hvernig klæðaburður er mælt með að koma í. Ef þú vilt svo spara þér pening er hægt að hafa kort í A6 sem er með fullt af texta báðu megin, en plís ekki troða því öllu á kortið því viljum við ekki frekar hengja upp listaverk á veggin heldur en ritgerð??Comments


bottom of page