top of page
  • Writer's pictureAlina Vilhjalmsdottir

Allt sem þú þarft að vita um handgerðan pappír!!Handgerður pappír er með þann fallega einginleika að vera eins og orðið segir til, handgerður. Hann er mis-þykkur, lögunin er ekki bein og áferðin er ekki alveg flöt en hann er þó alveg ótrúlega fallegur. Hægt er að fá hann í allskonar litum og tónum og ef þú elskar hvernig handgerður pappír lítur út og langar mjög mikið að nota hann á brúðkaupsdaginn þinn þá er hér listi yfir alla þá hluti sem er gott að vita áður en þú ákveður að velja hann fyrir bréfsefnið þitt.⠀⠀⠀⠀⠀⠀⠀

⠀⠀⠀⠀⠀⠀⠀⠀⠀

1. Handgerður pappír er handgerður og til eru nokkrar aðferðir við að búa hann til en allar þurfa þó mikið pláss og taka langan tíma. Það þarf að búa til blönduna, blanda réttan lit í karið og fá réttu þykktina til að byrja að móta pappírinn. Svo er mótað pappírinn með móti og þylju í stórum körum, og þarf að nota mismunandi mót fyrir mismunandi stærðir. Pappírinn er svo settur blautur á milli þunna laga af efni og pressað er allt vatnið úr honum. Það er svo látið hann þorna í rekkum eða hangandi á snúrum. Þetta er aðferð sem hefur verið til í aldaraðir og eins og er, eru engar vélar sem geta gert þetta á þennan máta. Þetta er allt gert af fólki og margir þeirra eru með mikla reynslu og ástríðu fyrir pappírsgerð.⠀⠀⠀⠀⠀⠀⠀⠀

⠀⠀⠀⠀⠀⠀⠀⠀⠀

2. Það er erfiðara að prenta á hangerðan pappír því hann er svo óreglulegur í laginu og mis þykkur. Endarnir eru tættir og því geta oft verið til vandræða í prentara. Þess vegna mælum við alltaf með að láta fagaðila með reynslu sjá um prentunina því annars gæti mikið af pappír farið til spillis. Stafræn prentun er ekki eins skýr og þegar prentað er á flatan pappír en svo margar aðrar prentaðferðir eru í boði, það er hægt að pressa textann með leturprent eða gylla og það skilur eftir sig mjög fallega áferð en er þó aðeins dýrari. Einnig getur skekking átt sér stað og oft getur það líka litið út eins og prent hafi verið skakt á pappírinn en það getur verið bara vegna lögun pappírsin sem er að blekkja heilann.

3. Handgerðan pappír er hægt að fá í hvaða lit sem er, allt frá hvítum, svörtum í fallegan ferskju bleikan. Hann er oft litaður á náttúrulegann hátt og það getur verið erfitt að fá nákvæmlega sama lit tvisvar. Pappírinn getur líka verið mis grófur eftir því hvernig hann er framleiddur. Hvert blað er mismunandi og pappírinn er mun meira ófullkominn, en það er það sem gefur honum svo mikin karakter. ⠀⠀⠀⠀⠀⠀ ⠀⠀⠀⠀⠀⠀⠀⠀⠀ 4. Það fer eftir þykkt pappírsins og gerð hvort það sé þæginlegt að prenta eða handskrifa á pappírinn. En bæði er hægt ef rétti pappírinn er fundinn. Við mælum með gel eða kúlu pennum. Fyrir skrautskrift er best að nota Nikko G og Zebra G fjaðrir, því þær virkar best á pappírinn. Þú getur líka notað hversdags heimilispenna sem þú ert þegar með, ef þú ert ekki skrautskrifta nörd eins og við. Einfaldur blýantur virkar frábærlega og léttar strokar hanns virka furðu vel með pappírsáferðinni. Sígildur blekpenni virkar líka og sem aukabónus getur þú ýmindað þér að þú sért konungsborinn að skrifa mekilegt bréf til þegna þinna meðan þú skrifar. Við myndum þó ekki mæla með kúlupenna sem notar olíblek- það virkar en mun ekki líta eins vel út og aðrir valkostir vegna þess að pappírinn sýgur meira í sig blekið meðan þú skrifar. 5. Handgerðan pappír er einnig hægt að nota undir falleg listaverk og kemur akríl málning einstaklega vel út á honum. Þú getur skrifað fallegt ljóð eða gefið það sem einstakt afmæliskort með listaverki eftir þig. Þú getur líka reynt á það að gera þinn eigin í stofuni heima með krökkunum.

Það er ótrúlega gaman að vinna með handgerðan pappír en það er alltaf gott að muna að hvert blað er listaverk eitt og sér og ekkert kort verður alveg eins og í yfirferðinni sem þú færð senda frá okkur. Því það er handgert og erfiðara að vinna með er það líka dýrara en venjulegur pappír, en mér finnst það hafa svo mikin karakter og manni langar að varðveita það eitt og sér hvað þá ef ég fengi það sem boðskort.⠀


Comments


bottom of page