top of page
  • Writer's pictureAlina Vilhjalmsdottir

Allt um vax innsigli

Við elskum þau öll, eða allavegna flest held ég. Þau innihalda þennan forna sið að senda bréf með innsigli fjölskildunnar sem innsiglir bréfið svo auðvelt er að sjá ef það hefur verið opnað. Það er eitthvað svo leindó og spennandi, ég ýminda mér alltaf að þannig sendi fólk slúður og mikilvæg plott sem væru að eiga sér stað á þeim tíma. Þau eru reindar líka súper falleg á umslaginu utan um boðskortið þitt og innsigla boðið ykkar. Smá varúð þó, fólk mun eiga mjög erfitt með að opna það, því þeim finnst það svo flott að það tímir því varla.Það sem er svo skemmtileg við innsigli er líka það að þú getur notað þau áfram, fyrir jólakort, afmæli, boð í fermingar og hvað annað. Þetta getur verið ykkar merki og fólk mun alltaf strax vita frá hverjum kortið er því það er merkt ykkur. Ef það er ekki að heilla þig þá er líka alltaf hægt að fá svona innsigli sem eru hreinlega bara límmiðar. Þá bý ég ég þau til, set þau í fallega poka og sendi þér þá. Þá áttu bara til vax innsigli til að líma á falleg umslög þegar þess þarf, fyrir hvaða tilefni sem er.Hægt er að fá vax innsigli í 4 stærðum frá 19mm upp í 32mm en algengasta stærðin er þó 25mm. Þau koma bæði hringlaga, oval og kassi sem gerir möguleika endalausa. Það er svo hægt að fá vaxið í allskona litum bæði glansandi, sanserað og matt en þó held ég að gull litað sé vinsælast og með að segja það kemur í alveg 5 mismunandi tónum. Hægt er að setja vaxið á með 3 mismunandi aðferðum. Með límbyssu, en þá kemur vaxið sem sívalningur og er það sett í sérstaka límbyssu sem hitnr mjög lítið og hægt. Þetta er fljótasta aðferðin og sú sem ég nota mest. En ef þú vilt ekki vera að fjárfseta í sérstakari límbyssu þá mæli ég með aðferð 2 sem er að kaupa vax í perluformi og þá bræðir þú þau bara með því að setja nokkrar perlur í skeið og halda þeim yfir kerti og þannig minnkar þú líka líkurnar á því að setja of mikið eða lítið vax. Seinasta aðferðin er svo vax í stöng með þræði en það er að mínu mati hægasta og leiðinlegast aðferðin en hún er leiðinlegust aðalega vegna þess að þessi aðferð getur valdið því að vaxið fari að hitna of mikið og brenna, þá verður vaxið svart og það getur sést á innsiglinu þínu sem er ekki fallegt, sértaklega þegar þú ert að nota ljóst vax. Ef þú vilt sleppa við allt þetta vesen þá er líka bara hægt að fá tilbúin vax innsigli sem þú límir bara á umslagið, en þá koma þau bara með límbaki og þú smellir þeim á, easy peasy.Ég vona að þessi ráð hafa hjálpað þér.

Ert þú team vax innsigli eða er það of oldschool?Comments


bottom of page