top of page

Brúðkaupið okkar og öll smáatriðin!

  • Writer: Alina Vilhjalmsdottir
    Alina Vilhjalmsdottir
  • Mar 15, 2021
  • 2 min read

Brúðkaupið okkar var haldið þann 27. júlí 2019 í Iðnó. Það var fallegur kyrrlátur dagur og planið var að vera með athöfnina klukkan fjögur í Heiðmörk og kokteilveislu á efri hæð Iðnó ásamt veislu í aðal salnum. En svo fór að rigna og það rigndi til fimm. Við vorum svo heppin að hafa verið með veislustýru sem vippaði upp efri hæðinni í athafnarsal á hálftíma meðan við vorum að taka myndir. Brúðkaupið mitt er eitt af ástæðunum fyrir því að ég byrjaði með þetta fyrirtæki svo mér langaði að deila mér þér nokkrum smáatriðum frá stóra deginum í von um að að myndirnar færa þér innblástur.

Við vildum hafa þetta aðeins öðruvísi og taka upp bandarískar hefðir eins og að vera með vini okkar sem brúðameyjar og svaramenn ásamt því að lesa okkar eigin heit, sem ég mæli eindregið með að gera. Ég hannaði öll bréfsefnin og skiltin sjálf og fékk smá hjálp frá fjölskildunni. Þemaið okkar var bohem í bland við antík til að passa við húsið og litirnir voru jarðlitir eins og grænn, blár og gylltur og við reyndum að nota þá í öllu sem við gerðum, í fötunum, skreitingunum og boðskortunum.

Boðskortin voru prentuð að utan og ég skrautskrifaði á hvert einasta umslag svo keypti ég fullt af við sem ég fékk afslátt af (því ég skal segja þér það að viður er bara frekar dýr) til að gera sætaskipan, kleinuhringja vegg og velkomin skilti sem var svo ekki notað. En gerði þau með því að prenta út skiltið í réttri stærð á venjuleg A4 blöð, líma þau saman og kríta fyrir aftan hvert blað. Svo er skrifað í alla stafina til að gera útlínur í viðinn. Þegar ég er komin með hönnunina á viðinn skrifaði ég aftur í textan með hvítum poscal penna.

Við vorum ótrúlega ánægð með daginn okkar og sáum alls ekki eftir því að hafa splæst í blóm, ljósmyndara og salinn. Því maturinn var súper góður og allir voru ótrúlega ánægðir með hann. Blómin gerðu daginn okkar meira lifandi og meira persónulegan því ég elska lifandi blóm. Ljósmyndarinn og videó maðurinn komu svo alla leið frá Texas og við vitum að okkur mun þykja svo vænt um allar myndirnar um ókomna tíma.

Förðun og hár: Asthildurmakeup | Ljósmyndari: El-photography | Salur: Iðnó | Blóm: Þórdís | Kjóll: Kazusalonbonni | Skart: Aurum | Jakkaföt: Latelier tailoring | Kaka: Baunin | Veisluþjónusta: Veisluþjónar


 
 
 

コメント


bottom of page