top of page
  • Writer's pictureAlina Vilhjalmsdottir

Fimm leiðir til að gera boðskortið þitt meira persónulegt

Það sem ég sé gerast oft er það að fólk er að velja sér boðskort fyrir brúðkaupið sitt og það finnur eitthvað sem þeim finnst vera fallegt eða passa inn í litaþema en sem segir lítið sem ekkert um þau eða brúðkaupið þeirra. Ég vil gefa þér nokkrar hugmyndir af leiðum til að gera boðskortið þitt aðeins meira persónulegt og fær fólk til að vilja geima það því það segir svo mikið um ykkur sem par og stóra daginn ykkar.


01. Sérhannað fangamark


Fangamark er upphafsstafir nafns, nokkurskonar nafnták. Fanangamark er oftast notað sem stytting á eiginnafni, til dæmis þegar menn gera sér skrautleg einkennismerki, svo sem stimpil eða límmiða til að merkja til dæmis bækur sínar með. Þú getur látið hanna fyrir þig fangamark með upphafsstöfum þíns og maka þíns til að setja efst á boðskortið þitt eða fyrir aftan hvert blað. Það besta við fangamark er að þau eru einföld og falleg og draga ekki frá glæsibrag boðskortsins


02. Sérhannað vax innsigli


Sérhannað vax innsigli er frábær leið til að bæta spá persónuleika inn í boðskortið þitt. Þú getur t.d notað fangamarkið sem ég nefndi hér að ofan eða jafnvel blóm sem þú elskar og ætlar að hafa í vendinum þínum. Ef þið eruð að fara að gifta ykkur á stað sem hefur mikla merkingu fyrir ykkur er það frábær hlutur til að gera að innsigli. Ef það er eitthvað sem þið gerið mikið sem par er það líka hlutur sem hægt er að setja í innsigli, farið þið oft í fjallgöngur, að veiða eða út með hundana. Gerðu það að innsigli!


03. Teikning af kirkjuni eða salnum

Oft er maður lengi að spá og velja salinn sem maður er hrifin af eða vill gifta sig í sömu kirkja og foreldrar sínir eða amma og afi. Frábær leið til að heiðra þau og staðinn sem þú ert búin að leggja mikla vinnu í að velja er að hafa teikningu af staðnum sem part af boðskortunum þínum.

04. Persónuleg umslaga fóðring Umslagafóðring er blaðið sem er inn í umslaginu þínu og það frábæra við þau er að þau eru svo fjölbreytt. Hægt er að hafa allt af því sem ég nefndi hér að ofan eins og blóm úr blómavendinum, kirkjuna eða fangamark. Möguleikarnir eru óendanlegir og þú getur sett inn hvað sem þér dettur í hug til að gera boðskortin þín enn meira persónuleg.

05. Sérhannað skjaldamerki

Skjaldamerki voru mjög vinnsæl hér áður fyrr og voru oft notuð til að innsigla bréf og merkja menn í orustu. En þú getur látið hanna fyrir þig skjaldamerki með hlutum sem hafa meiningu fyrir þér og maka þínum. Það er hægt að safna saman uppáhalds hlutunum ykkar eins og mat, íþróttum eða dýrum og gera það að sannri samantekt af sambandi ykkar.

Comments


Commenting has been turned off.
bottom of page