top of page
  • Writer's pictureAlina Vilhjalmsdottir

Hvað er umslagafóðring og afhverju þarftu hana?

Þegar ég sá umslaga fóðringar fyrst varð ég alveg agndofa. Þær geta verið svo fallegar, í allskonar litum og áferðum. Þær gera svo mikið fyrir umslagið og að lifa án þeirra í dag er alveg ómögulegt fyrir mér. Umslagafóðring er í raun alveg sér blað sem er prentað á og skorið í form til að passa inn í umslagið þitt og það fyrsta sem fólk sér. Það er frábær leið til að bæta við smá persónulegt tauch í boðskortið þitt.




Hér koma nokkrir kostir og gallar.

Kostirnir eru þeir að umslagið þitt er meira einstak og það hefur líka þennan WOW faktor. Þegar fólk opnar umslagið sér það eitthvað öðruvísi og persónulegt sem það hefur kanski aldrei séð áður.


Ókosturinn er einungis sá að allt sem er auka er aukalegt. En þetta er þó aldrei það þykkt blað og kostnaðurinn því ekki mikill. Þau eru líka prentuð innahús og ég mæli eindregið með að allir geri þau part af bréfsefninu sínu.



Hvað er hægt að gera?

Það er í raun hægt að prenta hvað sem er í umslagafóðringuna þína og á hvaða pappír sem er en hér koma nokkrar hugmyndir.

  • Mynd af uppáhálds málverkinu þínu

  • Gömul mynd af blómum

  • Ljósmynd af ykkur

  • Texti úr ljóði eða uppáhálds bók

  • Fallegt munstur

  • Pappír með fallega grófa áferð

  • Texti úr bréfum sem þið senduð til hvors annars

  • Brúðkaups logo eða fangamark





bottom of page