Það besta við að skapa og gefa gestum falleg boðskort er að geta geymt þau á fallegan hátt þar sem þú getur minnst allra littlu smáatriðanna frá deginum þínum, hér eru 5 hugmyndir sem þú getur nýtt þér!
Í fallegu gler boxi geimt á stofuborðinu. Það er frábær leið til að hafa þau sýnileg og vekja upp góðar minningar er gestir koma í heimsókn.
Rammaðu þau inn með brúðkaupsmyndunum, þau líta ótrúlega fallega út á veggnum í gler ramma.
Þú getur líka sett þau í fallegt flauelbox með brúðkaupsmyndunum, til að taka upp þegar þér líður eins og þig langar að minnast fallega dagsins þíns ❤️
Rammað þau inn í glerramma uppá vegg, það eru ótrúlega flottir rammar til t.d í Boho eða Sostrene grene sem eru ekki dýrir og svo ótrúlega falleg uppá myndavegnum þínum í stofunni.
Látið taka mynd af þeim á deginum þínum og sett þau í brúðkaupsalbúmið. Smáatriðin gleymast oft en eru svo dýrmæt eftir á því þú lagðir jú svo mikla vinnu í þau.
Falleg hör box sem eru sér merkt ykkur og innihalda smáatriði frá deginum eins og blóm úr bómavendinum, sérvéttuna sem þú notaðir á deginum er mamma þín var að segja ræðu og boðskortin.
Comments