top of page
Writer's pictureAlina Vilhjalmsdottir

Vilt þú spara pening á pappír í veislunni?

Við elskum öll að vera með fallega matseðla, skilti og littla miða með nafni gestana okkar en það getur verið dýrt og við erum bara ekki öll tilbúin til að setja pening í það og það er jafnvel ekki ofarlega á lista fyrir okkur sem mikilvægur partur af deginum. Ég vil deila með þér nokkrum hlutum sem þú getur gert til að spara smá pening en samt haft guðdómlega fallegt brúðkaup!


Í staðin fyrir að:

- Vera með einn matseðil á mann

- Vera með sæta merkingar fyrir hvern einasta gest

- Hafa borð númer á hverju borði.

- Kaupa akríl eða viðar skilti (þau geta verið tvöfalt dýrari en prentuð skilti)

- Líma límmiða á spegil eða gler



Prófaðu að:

- Vera með einn matseðil á borð eða 1 matseðil per 5 manns

Það er ekki líklegt að allir munu hafa tíma eða áhuga á að skoða matseðilinn svo það er ekkert mál að hafa minna af þeim og spara sér smá pening. Það er líka bara gaman að láta það koma á óvart hvað er í matinn.


- Prenta nöfn gestana á matseðlana

Þú getur prentað nafn gestanna á maðseðlana, þannig sparar það pappír og prent og verður því ódýrara.


- Settu boðnúmerið á matseðlana

Alveg eins og með nöfnin getur þú sett borðnúmerið á matseðlana og nöfn gesta svo fólk geti fundið sitt sæti og borðnúmer auðveldlega.


- Pantaðu prentað skilti eða leigðu það

Það er hægt að láta prenta á stórt blað fyrir sig á svo er það límt á þunnan svamp, það er frekar ódýrt og hægt er að láta það lýta vel út og vera í stíl við allt bréfsefnið.


-Ef þú hefur tíma þá er hægt að skrifa á spegla, gler eða hvað annað sem þér dettur í hug með olíu eða krítar penna. Mundu bara að byrja tímanlega.



Commentaires


bottom of page