top of page
IMG_6799.jpg
Afhverju að fá sérsniðna hönnun

Við munum skapa boðskort sem kalla til þín og endurspegla ykkur sem par. Boðskort sem gefa boðsgestum ykkar innsýn í daginn og fá alla til að vita hver sendi þetta kort um leið og það kemur inn um lúguna. Pappír sem fyllir gestina þína af tilhlökkun og hamingju og hvert einasta kort er varðveitt sem mikilvægur partur af brúðkaupsdeginum ykkar. Það er það sem sérsniðið kort er, þau eru merkilegur partur af deginum ykkar og það fyrsta sem fólk fær til að fylla hjarta þeirra af ást og hamingju yfir því að gleðjast með ykkur.

Þetta er meira en fjárfesting - þetta er arfleifð.

Sérsniðin hönnun

Ég veit það hljómar kanski eins og draumur en hjá okkur eru möguleikarnir óendanlegir og við getum gert hvað sem þig dreymir um. Við munum skoða saman yfir 50 liti af umslögum, allskonar mismunandi pappir, handgerðan pappír alla leið frá Indlandi eða vax innsigli í hvaða lit sem er og sköpum saman brúðkaupsbréfsefni sem endurspeglar þig og maka þinn. Hversu geggjað hljómar það?

Ef það hljómar eins og allt of mikið af valkostum þá er ég þér innan handa til að leiðbeina og hjálpa þér að taka réttu ákvarðanirnar fyrir daginn þinn og gera þetta stress laust, þú þarft ekki að hafa neinar áhyggjur.

IMG_6807.jpg
WebsiteGif.gif

Ég elska að grafa djúpt og finna drauma og þrár þínar, vinna með þér að skapa eitthvað persónulegt og einstakt og það allra besta er að fá að heyra viðbrögð vina og fjölskyldu er þau fá kortin inn um lúgun. Því fyrir mér er boðskort meira en bara pappír , heldur snýst það um að skapa kort sem hefur eitthverja þýðingu fyrir þér og gesti þína, sem er meira en bara fallegur pappír. Það er oft erfitt að finna og ekki víst að þú getir ímyndað þér þá gleði sem það gæti fært þér og fólkið í kringum þig, en ég skal lofa þér því að það er ómetanlegt og mun endast að eilífu.

G&H-090.jpg

Ferðalag okkar
byrjar hér

Veldu upplifun þína

Pakki 1

Allt sem þarf

Inniheldur

120x180mm - Boðskort

Prentað báðu megin í lit og pappír að eigin vali.

100x150 - Aukakort

Allar nauðsynlegar upplýsingar fara á þetta kort, eins og rútuferðir, reglur um börn og gjafalistar.

100x150 - Svarkort

Sér kort sem upplýsir fólk hvenær og hvernig er best að svara boðinu.

130x190mm - Umslög

Þið getið valum um yfir 50 mismunandi liti og áferðir.

+  Umslaga fóðring

Falleg mynd að eigin vali sem fer inn í umslagið.

+  Prentun á umslög

Prentað heimilisfang gestana ásamt

brúðhjónanna svo það týnist ekki í pósti

+  Vax innsigli

Sérhannað vax innsigli og vax í lit að eigin vali

180.000 kr

Pakki 2

Allt það mikilvæga

Inniheldur

120x180 mm - Boðskort

Prentað báðu megin í lit og pappír að eigin vali.

100x150mm - Aukakort

Allar nauðsynlegar upplýsingar fara á þetta kort, eins og hvernig á að svara boðinu og gjafalistar.

130x190mm - Umslög

Þið getið valum um yfir 50 mismunandi liti og áferðir.

Umslaga fóðring

Falleg mynd að eigin vali sem fer inn í umslagið.

+  Prentun á umslög

Prentað heimilisfang gestana í lit eða svörtu bleki

140.000 kr

Pakki 3

Allt það littla

Inniheldur

120x180 mm - Boðskort

Prentað báðu megin í lit og pappír að eigin vali.

100x150mm - Aukakort

Allar nauðsynlegar upplýsingar fara á þetta kort, eins og hvernig á að svara boðinu og gjafalistar.

130x190mm - Umslög

Þið getið valum um yfir 50 mismunandi liti og áferðir. Hægt er að bæta við prentun.

120.000 kr
PG5104407-9ACA79EE-DE72-4133-A92C-C0BE6F43E514.png

Ferlið mitt &

Hvernig þetta virkar

Settu músina yfir textann til að lesa nánari lýsingu.

ég hef það auðvelt og fyrirhafnarlaust,
bara fyrir þig

01

BÓKUN

Þú velur þér pakka sem hentar þér best og gengur frá staðfestingargjaldinu.

02

SPURNINGALISTI/

HÖNNUNARFUNDUR

Þú getur bókað hönnunarfund þar sem við skoðum valmöguleikana saman eða sent inn spurningalista með þeim hugmyndum sem þú ert með.

03

HÖNNUN FER Í

VINNSLU

Þegar við erum komin með góða hugmynd af þeirri hönnun sem þú hefur áhuga á fer hönnunarferlið afstað.

04

YFIRFERÐ

Þú færð 3 yfirferði þar sem þú getur komið með breytingar og við vinnum saman að hönnuninni þar til þú ert ánægð  með útkomuna.

05

SAMÞYKKT

Þegar þú ert mega ánægð með boðskortin þín samþykkir þú loka útgáfuna.

06

PRENTUN

Lokaútgáfan er samþykkt og hönnuninn þín fer í prent.

07

SAMSETNING

Þegar öll kortin koma til landsins fer ég vel yfir allt og passa að allt standis gæða eftirlit og set það svo saman ef þú þess óskar.

08

SENDA

Þegar allt er komið þá sendi ég þér kortin eða fer með þau beint í pósthúsið.

IMG_6602.jpg

Þetta er þinn dagur, þú ræður för

valfrjálsir aukahlutir

01. Prent möguleikar

Hægt er að bæta við letterpress prentun eða gyllingu á hvaða línu sem er til að auka dýpt hönnunarinnar og gera kortin ennþá meira einstök fyrir stóra daginn þinn.

02. Antík frímerki

Ef þú vilt setja þetta littla extra í hvert umslag sem þú sendir er hægt að fá æðislegt úrval af fallegum antík frímerkjum víðsvegar um heim. Þau gilda ekki upp í sendingargjaldið en auka fagurfræðina til muna.

03. Gull lauf á kantana

Elskar þú gull og vilt að hvert einasta kort sem umvafið gulli eða silfri? Það er hægt og mun ég persónulega setja smá lauf á hvert einasta kort til að auka glæsibrag þeirra.

04. Borðar

Það er ótrúlega fallegt að binda boðskortið með fallegum borða eins og lítinn pakka. Hægt er að velja um silki, flauel eða bómullar borða í ótal fjölda lita.

05. Skrautskrift

Að fullkomna rithönd sína getur tekið mörg ár og gestir þínir eiga skilið að fá nafnið sitt og nafn heimili þeirra skrifað á eins fallegan máta og hægt er, enda er það þeim dýmætt.Hvert umslag er einstakt og engu líkt sem gerir þau dýrmæt og einstakari en nokkuð kort sem gestir þínir hafa fengið, ef þú vilt að gestir þínir haldi uppá kortin þín og þessa einstöku upplifun þá er skrautskrift fyrir þig.

samsetning

Frábær lausn fyrir brúðina sem á engan tíma í föndur.

Að senda falleg boðskort er meira en bara fallegur pappír og persónuleg hönnun heldur er það gott auga og öll smáatrðin sem taka það alla leið úr allt í lagi í OMG. Samsetning spilar þar mikið inn og getur hún tekið allt frá einum degi í heila viku eftir því hvað þarf að gera.

Ég veit að þú ert upptekin manneskja og hefur örugglega ekki tíma í svoleiðis vinnu, því þú ert jú nú þegar með vinnu. Þess vegna mæli ég alltaf með að taka samsetningu, enda er það það skemmtilegasta við vinnuna mína.

alina0985.jpg

Hvernig bókar þú?

Hafðu samband til að bóka tíma

Ef þú ert að fíla allt sem þú ert búin að lesa hingað til þá er ekkert annað að gera en að hafa samband og skoða verðbæklinginn og alla möguleikana.

Næsta skrefið er að bóka hitting í eigin persónu eða í gegnum netið. Í hittingnum okkar getur þú spurt mig allar þær spurningar sem þú ert með og fengið tilfinningu fyrir því hvernig samstarfið mun líta út og jafnvel skoðað nokkur sýnishorn, það er þó engin pressa að halda í bókunina. Ég vil að þér líði vel með það að bóka mig og sért spennt til þess að vinna saman, þess vegna mæli ég alltaf með að hittast fyrst.

Ég get bara tekið að mér takmarkað magn af kúnnum á ári svo ég mæli alltaf með að bóka tímanlega svo þú missir ekki af því að taka frá daginn þinn.

bottom of page