top of page
UMokkur_header.jpg
Ert þú með sýn fyrir brúðkaupsdaginn þinn, en veist ekkert hvernig á að koma þeirri sýn á blað.

ÞESS VEGNA ER ÉG HÉR

SAGAN OKKAR

Markmið mitt er að skapa boðskort sem segir sögu ykkar og endurspegla persónuleika ykkar, sem endar svo sem erfðagripur að degi loknum.

Ég vil hjálpa þér að skapa brúðkaupsbréfsefni sem enduspeglar þig og maka þinn. Boðskort sem þú getur verið stollt og jafnvel spennt að senda til ástvina þinna því við trúum því að boðskort séu fyrstu kynni gesta þinna og brúðkaupsins þíns. Bréfsefni er það fyrsta og síðasta sem þau fá í hendurnar og það gefur þeim innsýn og tilhlökkun á því að fá að vera partur af deginum ykkar.

 

Einstök boðskort geta vakið upp minningar og hluti sem þér gæti ekki órað um, svo alls ekki setja það í síðasta sæti. Enda er það ástæðan fyrir því að það er í fyrsta sæti hjá mér.

Ég set líka mikið gildi í það að halda samheildninni og að allt sé í stíl, þess vegna er hægt að fá allt hjá mér á einum stað. Ég býð uppá boðskort, skrautskrift, matseðla, þakkar kort og velkomin skilti, svo allt geti verið í sama letri, eins á litinn og haft sama blæ frá boðskorti til þakkar korta.

Ég elska að vera lítill partur af deginum ykkar og vil skilja eftir hlýjar minningar og góða upplifun við það að vinna með mér. Brúðkaup ykkar skiptir mig mest máli og ég vil að þú finnir það í öllu sem ég gef frá mér. Égv vil vera meira en bara fyrirtæki sem selur pappír, heldur æðislegur partur af brúðkaupsferlinu þínu sem þú getur ekki ímyndað þér að vera án.

KYNNUMST HVORT ÖÐRU

Ég heiti Alina

Ef þú vilt vita hver stelpan á bakvið Andartakið er, þá finnur þú svar þitt hér. Ég heiti Alína og elska pappír allt of mikið. Ég er ekki lærður grafískur hönnuður en ég hef elskað list og alls sem er fallegt síðan ég man eftir mér. Ég sé ekki eftir neinu, (þó það væri alveg næs að kunna sálfræði, markaðsfræði og jafnvel vera betri íslensku akkúrat núna) heldur trúi ég því að allt sem ég hef lært og gert hefur gefið mér þá hæfileika sem ég hef núna og komið mér á þann stað sem ég er á í dag.

Ég hef lært fatahönnun, tölvuleikjagerð og forritun, fór í listaháskóla í Bretlandi, unnið í Levi's, Elko og  Saffran en ég elska þó ekkert mest en að vinna hér því hér fær ég að gera hlutina eftir mínu höfði og leggja allan minn tíma í að kynnast þér og  skapa eitthvað einstakt með þér, án þess að telja hvern tíma og hverja krónu.

Untitled design.png
MichalinaOkreglickaBohoshoot309.JPG

ÉG MUN STANDA VIÐ BAKIÐ Á ÞÉR Í GEGNUM ÞETTA ALLT

Hér eru hlutirnir sem þú þarft ekki lengur að hafa áhyggjur af.

HVAÐ Á AÐ STANDA Í KORTINU

Nú þarftu ekki lengur að hafa áhyggjur af því að hvernig þú orðar kortið eða hvað skiptir máli.

MERKING UMSLAGA OG SENDING

Þú þarft ekki að sleikja og fara með yfir hundrað umslög upp í pósthús, fyrir fjögur.

VAL Á PAPPÍR OG LITUM

Litasamsetningar geta verið erfiðar og valkvíðinn skellur á. Til þess er ég hér og gef þér ráð með það.

SAMSETNING

Tíminn þinn er okkur mjög mikilvægur og þess vegna setjum við allar línur saman hjá okkur.

Ertu súper spennt að byrja?

Flowers-14.png

Ég vona að þú sért jafn spennt og ég að byrja ferlið, vinna saman og skapa einstakt og glæsilegt bréfsefni fyrir daginn þinn. En ef þú ert óviss og vilt ræða það nánar, fá svar við brennandi spurningum og fleirra endilega bókaðu viðtalstíma og við getum farið yfir hugmyndir þínar nánar.

bottom of page