top of page

Skilmálar

Með því að heimsækja vefinn andartakid.com lýsir þú þig samþykkan skilmálum okkar um persónuvernd og öryggi.

Eigandi andartakid.com er Alina Vilhjálmsdóttir, kt. 2302934499, Faxafen 10, 108 Reykjavík.

VSK númer: 137458.

andartakid@andartakid.com

Almennir viðskiptaskilmálar
 • Allar vörur eru seldar með fullri ábyrgð samkvæmt lögum um neytendakaup nr. 48/2003.

 • Ábyrgð miðast við dagsetningu kaupnótu.

 • Kaupnóta er nauðsynleg þegar staðfesta þarf ábyrgð.

 • Ábyrgð nær ekki til eðlilegs slits.

 • Ábyrgðin fellur úr gildi ef rekja má bilun til illrar eða rangrar meðferðar.

2

Ágreiningsstefna
 • Pöntun er bindandi þegar hún er skráð á netþjón seljanda. Það gerist þegar kaupandi hefur staðfest pöntun í skrefi. 3. Seljandi er einnig bundinn til að afgreiða pöntun kaupanda svo lengi sem hún er í samræmi við vöruúrval og verðlagningu. Allar pantanir þar sem grunur um að brögð séu í tafli og/eða þar sem hugbúnaðargalli hefur áhrif eru afturkallaðar. Kaupandi hefur rétt á að rifta kaupum samkvæmt lögum um neytendakaup, sjá nánar í grein 11.  

 • Seljandi sendir kaupanda staðfestingu þegar pöntun er skráð, þó aðeins ef kaupandi hefur skráð netfang sitt við kaupin. Kaupanda er bent á að kynna sér gaumgæfilega pöntunarstaðfestingu þegar hún berst. Einnig ætti að ganga úr skugga um að hún sé í samræmi við fyrirhugaða pöntun.   Frávik frá pöntun og pöntunarstaðfestingu skal túlkað sem nýtt tilboð frá seljanda sem að hægt er að afþakka eða samþykkja. Kaupandi hefur einnig rétt til að láta upprunalega pöntun gilda svo lengi sem hún er í samræmi við það sem seljandi bauð upp á.   

 • Seljandi veitir upplýsingar um vörur eftir bestu vitund hverju sinni. Seljandi birtir allar upplýsingar með fyrirvara um bilanir, vírusa, prent-, birtingar- og innsláttarvillur í texta, verðum og myndum. Ennfremur áskilur seljandi sér rétt til að aflýsa í heild eða að hluta til pöntun kaupanda ef varan er uppseld. Undir þeim kringumstæðum fær kaupandi tilkynningu ásamt upplýsingum um hvað gæti mögulega hentað  í staðinn. Kaupandi fær þá möguleika á að samþykkja þá tillögu eða aflýsa pöntun í heild sinni.  

 • Verð eru stöðugt að breytast hjá seljanda vegna samkeppni og verðbreytinga birgja. Verðhækkanir sem verða eftir pöntun viðskiptavinar eru ekki afturkræfar. Það verð gildir sem var í gildi þegar pöntun var gerð og kemur fram á pöntunarstaðfestingu. Heildarkostnaður er tekinn fram áður en kaupandi staðfestir pöntun endanlega(skref 3 í vefverslun). Þar er tekinn fram allur kostnaður við pöntun s.s. þjónustu, sendingu o.s.frv. Aðeins sértilfelli geta haft með sér aukakostnað eftir pöntunarstaðfestingu. Sem dæmi má nefna eru bilanir, vírusar, prent-, birtingar- og innsláttarvillur í texta, verðum og myndum.  

 • Hægt er að inna greiðslu af hendi með bankamillifærslu eða  greiðslukorti. Ef greitt er með greiðslukorti er upphæðin skuldfærð við afgreiðslu pöntunarinnar af lager. Ef greiðsla berst ekki, áskilur seljandi sér rétt til að aflýsa pöntuninni. Ef greitt er með bankamillifærslu eru vörur fráteknar á lager þar til greiðsla berst. Vörur eru fráteknar í 1 dag með tilliti til frídaga, ef millifærsla berst ekki innan þess tíma er pöntun aflýst.  

 • Afhending telst vera innan eðlilegra tímamarka frá útgáfudegi reiknings. Tekið er fram í kaupferlinu hverju má búast við miðað við valda sendingarleið. Ef afhendingu seinkar mun seljandi tilkynna það til kaupanda ásamt upplýsingum um hvenær pöntunin verður tilbúin til afhendingar eða bjóða staðgengilsvörur ef varan er uppseld.   Allar pantanir yfir kr. 20.000 krefst undirskriftar reikningseiganda gegn framvísun persónuskilríkja þ.e. passa eða ökuskírteinis. Pantanir undir kr. 20.000 eru afhentar aðila á afhendingarstað. Ef að enginn er við er pöntun stungið inn um bréfalúgu ef kostur er. Allar skemmdir á vörum af hendi flutningsaðila eru á þeirra ábyrgð og að fullu bætt gagnvart viðskiptavini. Skemmdir eftir að vara hefur verið afhent er á ábyrgð kaupanda. Ef að afhending vöru í heimakstri reynist árangurslaus er hægt að óska eftir nýjum afhendingartíma. Ef að afhending reynist árangurslaus í annað skiptið er vara tekin í geymslu þar til hún er sótt. Geymslutími miðast við 2 vikur og eftir það áskilur Andartakið sér rétt til að rifta kaupum. Ef aðstæður krefjast þess að varan sé geymd er krafist mánaðarlegs geymslugjalds sem nemur um 5% af upphæð vörunnar.  

 • Eftir að kaupandi hefur móttekið pöntunina þarf hann að kanna hvort hún sé í samræmi við pöntunarstaðfestinguna, hvort eitthvað hafi skemmst í flutningi og að allar vörur séu samkvæmt vörulýsingu og ógallaðar. Skilmálar þessir gera ráð fyrir að kaupandi hafi lesið og kynnt sér leiðbeiningar og/eða handbók sem fylgja keyptri vöru við afhendingu. Eðlilegur athugunartími viðskiptavinar telst vera innan 30 daga. Eftir 30 daga áskilur seljandi sér rétt til að sannreyna staðhæfingu kaupanda innan eðlilegra tímamarka áður en leyst er úr umkvörtunarefni kaupanda. Í flestum tilfellum felur það í sér athugun hjá viðurkenndum þjónustuaðila.  

 • Ef að varan er gölluð eða það vantar eitthvað í vöruna er seljanda skylt að bjóða kaupanda viðgerð, nýja vöru, afslátt eða afturköllun kaupa. Það fer eftir atvikum hvaða leið er valin hverju sinni.  Tilkynning á galla verður að berast munnlega eða skriflega. Mælt er með að tilkynningin berist innan 30 daga frá því galli uppgötvast. Vegna skráningargildis er mælt með að kaupandi sendi tölvupóst um gallann og geymi afrit. Seljandi sendir staðfestingu til baka um móttöku tölvupóstsins. Réttur til að fá galla bættan er í 2 ár. Réttur til að kvarta er 5 ár, þó aðeins á vörum sem eru með viðurkenndan meðallíftíma umfram 2 ár. Seljandi áskilur sér rétt til að sannreyna að varan sé gölluð, þó innan eðlilegra tímamarka.

3

Skilafrestur og endurgreiðsluréttur
 • Skilaréttur vöru er allt að 30 dagar gegn framvísun reiknings.

 • Athugið að útsöluvörum er ekki hægt að skila eða skipta.

 • Vara er eign Andartaksins uns hún hefur verið að fullu greidd. 

 • Við vöruskil er útgefin inneignarnóta sem gildir í vefverslunum Andartaksins.

 • Ekki er hægt að skila sérmerktum vörum eða prentað bréfsefni

 • Ekki er hægt að skila sérpöntunarvörum

4

Persónuverndarstefna

Persónuvernd viðskiptavina okkar skiptir Andartakið miklu máli og leggjum við okkur fram við að gæta þess að persónugreinanlegar upplýsingar viðskiptavina okkar séu vistaðar í öruggum höndum fagaðila. Persónuverndarstefna þessi nær yfir skráningu persónugreinanlegra gagna, vörslu og vinnslu þeirra gagna sem við höfum undir höndum um viðskiptavini okkar. Þá er einnig fjallað um miðlun gagna til þriðja aðila. Stefnan skal vera aðgengileg öllum á vefsíðu félagsins, www.andartakid.com

Persónuverndarstefna þessi er miðuð út frá þeim kröfum sem settar eru fram í Lögum um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga, nr. 90/2018. Samkvæmt lögunum liggur fyrir að Andartakið er ábyrgðaraðili þeirra persónugreinanlegu gagna sem félagið hefur undir höndum. Þá taka lögin m.a. á vörslu, vinnslu og miðlun þeirra persónugreinanlegu upplýsinga sem félagið hefur undir höndum.

Söfnun persónuupplýsinga:
Andartakið kann að hafa undir höndum persónugreinanlegar upplýsingar um viðskiptavini sína og leggur sig fram við að gæta þess að þær upplýsingar séu ekki aðgengilegar þriðja aðila.

Póstlistar:
Andartakið notast við póstlistakerfi þriðja aðila (Flodesk) til að senda út tilboð og nýjunga sem viðskiptavinurinn gæti haft áhuga á. Þjónusta þessi fylgist með starfsemi sem tengist þessum tölvupóstum, hvort þeir séu opnaðir, hvaða tenglar voru opnaðir og hvort viðskipti hlutust af því að opna þessa tengla. Andartakið notar þessa þjónustu til þess að greina hversu mikil þátttaka hlaust af þessum tölvupóstum.

Gögn á póstlista eru geymd á öruggum vefþjóni þjónustuaðila okkar.

Einungis þeir yfirmenn sem koma að markaðsmálum Andartaksins. hafa aðgang að netföngum á póstlistanum og er þeim ekki deilt með þriðja aðila í neinum tilvikum.

Athygli er vakin á því að þeir aðilar sem hafa skráð sig á póstlista hjá Andartakið geta fjarlægt sig af listanum með einföldum hætti ef þeim berst tölvupóstur úr kerfinu.

Tölvupóstar:
Sé sendur tölvupóstur til Andartakið, munum við vinna með upplýsingar þær sem viðskiptavinur gefur upp við sendingu tölvupóstsins, s.s. nafn og netfang viðkomandi. Þessi gögn eru ekki geymd í gagnagrunnum og eru ekki notuð síðar í markaðslegum tilgangi.


Símtöl:
Símtöl eru ekki hljóðrituð.

Persónuupplýsingar sem fram koma í símtölum milli viðskiptavina og starfsfólks okkar kunna þó að vera skráðar niður tímabundið, s.s. nafn, sími og heimilisfang þegar um er að ræða pantanir sem á að senda með pósti. Slíkum upplýsingum er eytt um leið og ekki er þörf á þeim lengur, t.d þegar varan hefur verið send á pósthús. Upplýsingunum er ekki undir neinum kringumstæðum deilt með þriðja aðila að Íslandspósti undanskyldum þar sem pantanir eru sendar með Íslandspósti

 

Pantanir úr vefverslun:
Þegar pantað er úr vefverslun okkar (www.andartakid.cmo) er nauðsynlegt að fylla inn nafn, símanúmer, heimilisfang, póstnúmer og að lokum netfang. Þessar upplýsingar eru einungis notaðar til þess að koma vörunni á réttan stað og til þess að hafa samband við viðskiptavin ef upp koma vandamál, s.s. ef vara er uppseld. Upplýsingunum er ekki undir neinum kringumstæðum deilt með þriðja aðila að Íslandspósti undanskyldum þar sem pantanir eru sendar með Íslandspósti. Þessar upplýsingar eru ekki geymdar og eru ekki notaðar síðar í markaðslegum tilgangi.

Þinn réttur:
i. Viðskiptavinir okkar hafa rétt á því að vita hvaða upplýsingar Andartakið hefur um sína persónu, hvernig og í hvaða tilgangi við notum viðkomandi upplýsingar. Viðskiptavinir okkar geta óskað eftir því að fá þessar upplýsingar afhentar með því að koma slíkri ósk á framfæri við yfirmann í verslun eða í gegnum netfangið andartakid@andartakid.com

ii. Viðskiptavinir hafa rétt á að gögn um sig séu leiðrétt eða þeim eytt sé eigi tilgangur til þess að halda utan um gögnin lengur.

iii. Sérstök athygli er vakin á því að hafi viðskiptavinur skráð þig á póstlista Andartakid. hefur hann þann möguleika á að afskrá sig af honum með því að smella á „afskrá“ í tölvupóstunum sem póstlistakerfið sendir út.

bottom of page