top of page
  • Writer's pictureAlina Vilhjalmsdottir

Þú þarft ekki að skrifa þér/ykkur!!

Sem hönnuður og boðskorta unnandi þá finnst mér skipta miklu máli að boðskortið líti vel út í heild sinni. Ekki bara pappírinn og hönnuninn heldur líka að það sé fallegt að horfa og lesa textann sem er á því. Þess vegna pæli ég mikið í því hvernig uppsetningin á textanum er, hvað eru margar setningar og málsgreina og ég reyni alltaf að leiðbeina og gefa ráð þegar kemur að uppbyggingu textans og hvað á heima á boðskortinu sjálfu og hvað ekki. Það þarf að passa að textinn sé ekki og stór né of lítill og að hann fari ekki alveg út í kantana því það er brot á hönnunarreglum og tekur oft hönnunina úr jafnvægi. Margir sem senda út kort eru oft að senda á einstaklinga og pör og vilja því vera viss um það að textinn tali til þeirra beggja og skrifa því þér/ykkur er boðið en það sem það áttar sig ekki á er að ÞÉR er í raun eintala og fleirtala því er ónauðsinlegt að skirfa þér og ykkur, þar sem þér á bæði við um einn og fleirri einstaklinga. Einnig er það talið hátíðlegra sem ég tel vera fullkomið þegar um brúðkaupsboðskort er að ræða.



Það er þérun og ég er að segja þér þetta vegna þess að ég sem hönnuður þoli ekki bandstrik eða skástrik eða neinskonar strik sem gerir hönnunina tölvulega að mínu mati og minna fallega. Hér er nánar um þérun og ég vona að þú nýtir þér þetta næst þegar þú ert að skrifa kort hvort sem það er fyrir brúðkaup eða fermingu.


Þérun kallast það þegar persónufornöfnin „vér“ og „þér“ eru notuð. Í nútímamáli eru orðin „við“ og „þið“ notuð þegar átt er við fleiri en einn, og nefnist það fleirtala. Í fornu máli voru „við“ og „þið“ einungis notuð um tvo einstaklinga, svokölluð tvítala. Um fleiri en tvo voru notuð fornöfnin „vér“ og „þér“. Í biblíumáli er þessi háttur enn hafður á, samanber Faðir vor en þar vísar „vor“ til fleiri en tveggja. Í formlegu eða hátíðlegu máli tíðkaðist að nota „vér“ og „þér“ hvort sem átt var við einn eða fleiri. Dæmi um þetta er „vér Íslendingar!“ Fleirtölumyndir sagna og lýsingarorða eru hafðar með „vér“ og „þér“. Dæmi: „Þér eruð frjálsir.“


En hvað finnst þér? Ert þú hrifin af því að hafa / í boðskortinu þínu eða ertu team þérun og að vera pínu fonlegur og hátíðlegur á sama tíma.



bottom of page